Aftur í fréttayfirlit
Launaleiðrétting í eins árs samningi
13. febrúar 2015Launaleiðrétting í eins árs samningi
LÍV leggur fram launakröfur vegna komandi kjarasamninga
Landssamband ísl. verzlunarmanna, LÍV, kynnti Samtökum atvinnulífsins launkröfur sínar í komandi kjarasamningum á fundi í dag, þann 13. febrúar. LÍV leggur áherslu á að leiðrétta laun félagsmanna miðað við þær launahækkanir sem orðið hafa á vinnumarkaði síðustu misseri og metur kostnaðarauka atvinnulífsins innan þeirra marka sem fyrirtækin þola.