Aftur í fréttayfirlit
Kosið um verkfall
06. maí 2015Kosið um verkfall
Kjarasamningur Landssambands ísl. verzlunarmanna og atvinnurekenda rann út þann 28. febrúar 2015 og er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Atvinnurekendur voru ekki reiðubúnir til viðræðna um framlagðar kröfur og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í síðasta mánuði. Þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara voru viðræður þar árangurslausar. Ákveðið hefur verið að efna til leynilegrar allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á félagssvæðum aðildarfélaga LÍV.