Aftur í fréttayfirlit
Kjaraþing verslunarmanna
24. september 2010Kjaraþing verslunarmanna
Kjarasamningar verða lausir í lok nóvember og stendur yfir vinna við kröfugerð hjá LÍV og VR í samvinnu við aðildarfélögin.
Haldin voru kjaraþing í Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og í Vestmannaeyjum í september í samvinnu við ASÍ Notast var við þjóðfundaraðferðina og var almenn ánægja með framtakið. Fjöldi félagsmanna tók þátt í að móta kröfugerðir aðildarfélaganna fyrir komandi kjarasamninga á vel heppnuðum fundum.