ILO vekur athygli á aðgerðum UNI
02. september 2024Verslunarfólk vekur athygli á ofbeldi
Í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, "Violence and Harassment in the World of Work: Trade Union Initiatives, Strategies and Negotiations Since the Adoption of the Convention on Violence and Harassment (No. 190) and Its Recommendation (No. 206), 2019" er fjallað um ofbeldi og áreitni á vinnustöðum og hvernig stéttarfélög hafa brugðist við frá samþykkt nr. 190 og tilmælum til allra aðila ILO nr. 206 frá árinu 2019, en íslensk stjórnvöld hafa enn ekki innleitt þessa samþykkt.
Aðgerðir samtaka launafólks og einstakra stéttarfélaga hafa verið margvísleg frá árinu 20109 og það kemur fram að samtök launafólks þurftu að aðlagað aðgerðir sínar að heimsfaraldrinum, þar á meðal að takast á við aukið ofbeldi frá þriðja aðila og kynbundið ofbeldi. Alþjóðleg samtök verslunarfólks, UNI Global Union Commerce hefur staðið fyrir herferðum eins og „Stop Violence and Harassment in Commerce“ og aðildarfélögin staðið fyrir ýmsum aðgerðum í sínum heimalöndum. Hér á landi stóð verslunarfólk fyrir átaki í upphafi jólavertíðar 2023 og það er yfirlýst stefna aðildarfélaga LÍV að öll skuli njóta öryggis við vinnu sína.