Hvert verður fyrirtæki ársins 2025?
07. janúar 2025Skráning fyrirtækja í könnun VR á Fyrirtæki ársins er hafin.
Skráning fyrirtækja í könnun VR á Fyrirtæki ársins er hafin. Könnunin er frábært tækifæri til að taka púlsinn á starfsfólkinu og fyrirtæki um allt land geta tekið þátt.
Niðurstöðurnar gefa víðtæka og áreiðanlega mynd af stöðu mála í innra umhverfi fyrirtækisins og hvaða augum starfsfólk lítur stjórnunina og starfsumhverfi sitt. Upplýsingarnar er síðan hægt að nota til að bæta það sem þarf. Góður árangur skapar fyrirtækinu betri stöðu í baráttunni um öflugt og eftirsóknarvert starfsfólk.
Fyrirtæki ársins kynnt í maí 2025
Í maí 2025 verður tilkynnt hvaða fyrirtæki hafa orðið fyrir valinu sem Fyrirtæki ársins. Valið byggir á niðurstöðum níu lykilþátta í könnuninni. Fyrirtæki í fimmtán efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki, alls 45 talsins, þar með talin vinningsfyrirtækin sjálf.
Þá verða einnig valin Fjölskylduvænustu fyrirtækin en val þeirra byggir á viðhorfi starfsfólks til þátta eins og sveigjanleika og getu til þess að samræma vinnu og einkalíf. Sömuleiðis verður veitt Fræðsluviðurkenning VR sem byggir á viðhorfi starfsfólks til sí- og endurmenntunarmála innan fyrirtækisins og tækifæra til starfsþróunar.