Aftur í fréttayfirlit
Hvernig á að berjast við verðbólgu?
21. febrúar 2022Hvernig á að berjast við verðbólgu?
Það hefur sannarlega ekki farið framhjá neinum að verðbólga hér á landi er sem stendur langt umfram markmið Seðlabanka Íslands. En hvað veldur og hvað er til ráða? Ólafur Margeirsson hagfræðingur fór yfir það í nýlegri grein á visir.is þar sem hann rekur hvernig fasteignaverð er grundvallardrifkratur í verðbólgu á Íslandi.
Ólafur rekur hvernig hækkandi fasteignaverð er afleiðing af auknum útlánum banka til fasteignakaupa sem gert hefur það að verkum að þrátt fyrir met í byggingu fasteigna í Reykjavík hefur framboð ekki náð að halda í við eftirspurn.