Hver er staða starfsfólks í harkhagkerfinu?
15. maí 2023Er harkið það sem koma skal?
Nýir aðilar sækja nú inn á íslenskan vinnumarkað og reyna að laða til sín bæði viðskiptavini og starfsmenn til að taka þátt í því sem erlendis er kallað "gig" en við hér á Íslandi teljum rétt nefnt hark. Í tengslum við þessa vegferð eru áskoranir sem samtök launafólks standa frammi fyrir og eru sannarlega áhyggjuefni.
Í grein sem birt var í Social Europe árið 2021 skrifaði Pierre Bérastégui grein sem fjallar um stöðu þeirra sem starfa í stafræna harkinu, vinnuaðstæður, stafrænt eftirlit, mörk milli vinnu og einkalífs og skammtímaeðli verkefna.
Greinin undirstrikar þörfina fyrir skýrar reglur og vernd fyrir starfsfólk sem starfar í harkinu. Vöxtur stafrænna vettvanga hefur orðið til þess að starfsfólk starfar ekki á eiginlegri starfstöð, heldur er oft um að ræða fjarvinnu þar sem hugbúnaður stýrir starfinu, auk þess sem starfsfólk býr við stöðuga vöktun og eftirlit frá atvinnurekanda.
Skortur samskiptum og stuðningskerfum meðal starfsmanna í harkinu stuðlar neikvæðu viðhorfi til starfsins og mörg segja frá því að upplifun þeirra sé sú að þau starfi einangrun. Óljós mörk milli vinnu og einkalífs leiða jafnframt til þeirrar upplifunar að þau séu stöðugt í vinnu og eigi erfitt með að hafna vinnu. Starfsfólk í harkinu stendur frammi fyrir stöðugri óvissu um vinnu sína og þeirri ábyrgð að stjórna eigin starfsframa, sem leiðir til óöryggis í starfi sem hefur neikvæð áhrif á andlega líðan þess.