Hugleiðing í kjölfar undirritunar kjarasamninga
27. desember 2013Hugleiðing í kjölfar undirritunar kjarasamninga
Mig langaði með þessari hugleiðingu að benda á nokkur atriði vegna umfjöllunar fjölmiðla um nýgerðan kjarasamning.
Svo virðist sem allir þeir sem neituðu að skrifa undir kjarasamninginn (5% af hópnum) fái umfjöllun í fjölmiðlum en aðeins er rætt við Gylfa Arnbjörnsson þegar kemur að því að lýsa viðhorfum þeirra 95% sem standa á bak við kjarasamninginn.
Allir í þessum 5% hópi lýsa yfir mikilli óáægju með gerðan samning og m.a haft eftir Arnari Hjaltalín, formanni Drífanda í Vestmannaeyjum á visi.is, „að launahækkanir samkvæmt samningnum skiptist óréttlátt niður. Þeir sem hafa lægst laun fái fæstar krónur en þeir sem hafa mest fyrir fái mestu hækkanirnar.“
Þetta er auðvitað bara rangt. Þeir sem lægstu hafa launin fá 9.750 kr. skv samningi en almenna hækkun tryggir a.m.k 8.000 kr.