Aftur í fréttayfirlit
Helstu atriði nýrra kjarasamninga
11. apríl 2019Helstu atriði nýrra kjarasamninga
Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmdar launaauki að gefinni ákveðinni þróun á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa.
Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og 3⁄4 á önnur laun.
Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu.
Kjaratengdir liðir kjarasamninga (t.d. bónusar) hækka um 2,5% á sömu dagsetningum, nema um annað hafi verið samið.