Halldór Benjamín fer með rangt mál
24. október 2022Það er sannarlega svigrúm til launahækkana
Í grein sem birtist á vef ASÍ hafna Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ, þeirri fullyrðingu sem nú heyrist frá SA að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana.
Meðal annars benda þeir á að forsendur þær sem SA noti í fullyrðingum sínum sé einfaldlega að vanmeta framleiðnivöxt, en SA notar 1,5% á meðan raun miðað við síðustu 24 ár er meðaltal upp á 3,3%.
"Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins vísar einnig til þess að laun geti að jafnaði einungis hækkað um 4%, þ.e. verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. Hefði verkalýðshreyfingin fylgt einfaldri þumalputtareglu um 2,5% + framleiðni frá efnahagshruni hefðu laun á Íslandi verið 297 milljörðum lægri á árinu 2021 en raunin varð."