Hærri vextir auka á húsnæðisvanda
11. apríl 2023Aukin vandi á húsnæðismarkaði vegna hærri vaxta
Hærri vextir hafa neikvæð áhrif á framboð hagstæðs húsnæðis, ekki aðeins hér á landi heldur einnig í Bandaríkjunum og Evrópu. Í nýlegri grein í The American Prospect, sýnir Robert Kuttner, fram á að háir vextir stuðla að minna framboði af hagstæðu húsnæði.
"Ein af helstu ástæðum verðbólgu er hækkun á húsnæðisverði, bæði leiguhúsnæði og fasteignaverð. Þetta skapar þrýsting á millistéttina og kemur harðast niður á þeim efnaminni, þar sem framboð af húsnæði sem þau sem verst standa er að dragast saman og markaðurinn er alls ekki að bjóða nægilega mikið af hóflega verðlögðu húsnæði…þetta sést ekki hvað síst í þéttbýli þar sem leigukostnaður rýkur nú upp og er orðin mun hærri en þau viðmið sem talin eru æskileg. Fyrir fólk sem hefur lágar tekjur er það að eignast sitt eigið heimili því orðin fjarlægur draumur, enda geta þau ekki staðið undir greiðslubyrðinni.”
Lausnin sem Kuttner stingur upp á er að horfa til þeirra lausn sem byggja á almennum húsnæðisfélögum að Austurrískri og Hollenskri fyrirmynd, en sannarlega má segja að okkur standi næst að horfa til Norðurlanda um fyrirmyndir.