Aftur í fréttayfirlit
Hækkun lífeyristökualdurs hittir ekki alla jafnt fyrir
14. febrúar 2022Hækkun lífeyristökualdurs hittir ekki alla jafnt fyrir
Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu var viðmælandi í umfjöllun RÚV um ójafnastöðu fólks á vinnumarkaði þegar kemur að lífeyri. Stefán segir að á almenna markaðnum hafi lífeyrisloforðið verið um 56% af meðalævilaunum, sem fólk gat vænst en ríkisstarfsmenn voru með og eru enn með 76%. Núna sé verið að tala um að færa réttinn á almenna markaðinum kannski í átt að 66% í staðinn fyrir þessi hátt í 76% sem að var stefnt með samningum 2016. Það þýði á jöfnun réttinda á almenna og opinbera markaðnum sé í uppnámi.
Umfjöllun RÚV - Hækkun lífeyristökualdurs hittir ekki alla jafnt fyrir