Aftur í fréttayfirlit
Hækkun lægri launa og millitekna
27. maí 2015Hækkun lægri launa og millitekna
Fundað hefur verið stíft síðustu daga og liggja nú fyrir meginlínur draga að nýjum kjarasamningi sem VR, LÍV, Flóafélögin og Stéttarfélag Vesturlands hafa unnið að með SA síðustu daga.
Samningsdrögin gera ráð fyrir að gildistíminn verði til loka árs 2018 og er aðaláhersla á hækkun lægri launa og að verja millitekjur. Lágmarkstekjutrygging hækkar um 86 þúsund krónur á samningstímanum, fer í kr. 245 þúsund krónur á mánuði við gildistöku samningsins og kr. 300 þúsund á mánuði frá og með maí 2018.