Aftur í fréttayfirlit
Fyrsta maí kveðja UNI Global Union
01. maí 2024Áhersla á baráttu gegn hægri öfga öflum, fyrir jafnrétti og lýðræði
UNI Global Union sem LÍV á aðild að sagði í 1. maí ávarpi sínu að mikilvægt væri fyrir öll samtök launafólks að taka þátt í baráttudegi okkar 1. maí og í ár var lögð áhersla á þrjú mál.
Baráttu gegn hægri öfgaöflum: Berjast yrði gegn hægri öfgahópum sem ætli sér að afnema réttindi, skerða lífskjör og eyðileggja lýðræðisamfélög.
Áherslur í efnahagsmálum: Milljarðamæringar hafa aukið auð sinn um 34% frá 2020, á meðan kjör launfólks hafa versnað.
Mikilvægi stéttarfélaga: Öflug stéttarfélög eru lykilatriði í að viðhalda lýðræði og efnahagslegu réttlæti í þjóðfélögum um allan heim.