Fulltrúar LÍV á þingi ASÍ
14. október 2024Þing ASÍ 16 - 18 október 2024
46. þing Alþýðusambands Íslands verður haldið dagana 16.-18 október 2024, á Hótel Reykjavík Nordica. Landssamband íslenzkra verzlunarmanna er stærsta aðildarsamband ASÍ og munu 100 fulltrúar frá 7 aðildarfélögum eiga sæti á þinginu.
Á opnum fyrsta degi þingsins verður fjöldi fyrirlestra, erinda og pallborða um þau málefni sem helst verða til umfjöllunar á þinginu, en það fer fram undir yfirskriftinni "Sterk Hreyfing, Sterkt Samfélag". Þrjú megin málefni verða til umfjöllunar á þessum fyrsta degi:
Karen Ulltveit Moe – Mun kynna skattlagningu auðlindarentu með norsku leiðinni.
Tinna Traustadóttur, framkvæmdastjóri orkusölusviðs Landsvirkjunar mun vera með framsögu
– Raforka er súrefni samfélagsins og í kjölfarið verður pallborð þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingunnar, Bjarni Bjarnason, fyrrum forstjóri Orkuveitunnar og Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri mun ræða um auðlindir í þágu þjóðar.
Nick Shaxson fjallar um samfélagsleg áhrif fákeppni og einokunar. Í kjölfar erindis verður rætt við Nick um samkeppnismál í innlendu og erlendu samhengi.
Erindi frá Göran Dahlgren og Lisa Pelling um einkavæðingu heilbrigðisþjónustu í Sviþjóð og erindi frá Kristínu Hebu Gísladóttur um aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir launafólk. Að því loknu mun fara fram umræða í pallborði þar sem verða Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Alma D. Möller, landlæknir, Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir og Runólfur Pálson, forstjóri Landspítalans.
Frekari upplýsingar má finna á vef þingsins