Aftur í fréttayfirlit
Formannafundur LÍV ósáttur við seinagang í kjaraviðræðum
22. apríl 2015Formannafundur LÍV ósáttur við seinagang í kjaraviðræðum
Formannafundur LÍV, Landssambands ísl. verzlunarmanna, var haldinn í húsakynnum VR þann 22. apríl. Tilefni fundarins var staðan í kjaraviðræðum. Landssambandið lagði fram kröfugerð þann 13. febrúar sl. og hefur verið fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins nokkrum sinnum síðan.