Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Formaður VR gagnrýnir Viðskiptaráð

Veruleikafirrt Viðskiptaráð

Ragnar Þór Ingólfsson formaður Landssamband íslenzkra verzlunarmanna gagnrýnir Viðskiptaráð harðlega í nýlegri grein á vef VR þar sem hann fjallar um hugmyndir þess varðandi forgangsröðun verkefna stjórnvalda eins og hún birtist í umsögn Viðskiptaráðs um fjárlög ársins 2025.

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025 hefur vakið athygli þar sem það gefur vísbendingar um forgangsröðun verkefna næsta árs. Ólíkir hagsmunahópar hafa send inn umsagnir, en umsögn Viðskiptaráðs Íslands hefur vakið sérstaka athygli. Viðskiptaráð leggur til níu hagræðingartillögur sem eiga að bæta afkomu ríkissjóðs, meðal annars með því að hætta við samþykktar stuðningsaðgerðir sem fylgdu kjarasamningum, eins og hækkanir á barnabótum og gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Með því að draga þessar aðgerðir til baka telur ráðið að hægt sé að skila afgangi í stað halla í ríkisfjármálum.

Tillögur Viðskiptaráðs hafa verið gagnrýndar fyrir að vera óraunhæfar og í litlum tengslum við efnahagslegan raunveruleika. Í fyrsta lagi hefur ríkið þegar samþykkt aðgerðirnar sem hluta af kjarasamningum og að rifta þeim myndi valda óstöðugleika á vinnumarkaði, auk þess sem það gæti skaðað trúverðugleika stjórnvalda. Í öðru lagi beinist tillagan að því að skerða kjör almennings, þar sem ríkið ætti frekar að forgangsraða tekjulágum fjölskyldum og styðja við þá sem eru í erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði.

VR gagnrýnir tillögur Viðskiptaráðs harðlega og telur þær móðgun við launafólk sem hefur lagt sitt af mörkum til að lækka verðbólgu. Tillögurnar eru taldar illa unnar og óraunsæjar, og VR stendur með almenningi í þeirri von að stjórnvöld geri það einnig.

Sjá grein Ragnars á vef VR