ETUC mótmæla hæfnisafni
10. júní 2024Hæfileikasafn vond hugmynd
Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) og sambönd innan ETUC skora á ESB að leggja hugmyndir um hæfileikasafn (Talent Pool) á hilluna. Helstu athugasemdir þeirra snúa að jafnrétti og vernd jaðarhópa á borð við innflytjendur og fólk á flótta.
ETUC vill að innflytjendur sem vinna í Evrópu hafi sömu réttindi og aðrir starfsmenn, eins og aðgang að opinberri þjónustu og félagslegri vernd. Margir innflytjendur vinna í erfiðum störfum eins og byggingarvinnu, matvælaiðnaði, landbúnaði, ferðamannaiðnaði og flutningum. Þeir verða oft fyrir mismunun og eru illa launaðir og með léleg vinnuskilyrði.
ETUC leggur til að Evrópusambandið geri eftirfarandi:
- Uppfæra og bæta lög um vinnumarkað til að vernda innflytjendur.
- Leyfa öllum starfsmönnum, sama hver staða þeirra er, að tilkynna um brot á vinnuréttindum án þess að óttast brottvísun.
- Þróa sameiginlegt kerfi fyrir réttindi innflytjenda.
- Auka eftirlit með vinnumarkaðinum.
ETUC telur að það sé betri leið að nota fjármagn til að fræða og vernda starfsmenn frekar en að setja upp nýtt hæfileikasafn sem ekki muni virka.