Ekki best í heimi
21. september 2022Lágur lifeyrir eftirlaunafólks er gerður að umtalsefni í nýjustu Kjarafréttum Eflingar þar sem sú hugmynd að íslenska lífeyrissjóðakerfið sé það besta í heimi er gagnrýnd harðlega.
Kemur meðal annars fram að "Eftirlaunafólk sem er í sambúð er að meðaltali með 209.382 kr. á mánuði í lífeyri frá lífeyrissjóðum og um 171.975 kr. frá almannatryggingum (TR), samkvæmt skattframtölum ársins 2020. Samanlagðar lífeyrisgreiðslur voru þannig að meðaltali tæplega 381.356 kr. á mánuði fyrir skatt. Eftir skatt var þetta um 300.000 kr. á mánuði. Á sama tíma voru meðallaun fullvinnandi fólks í landinu í kringum 730.000 kr. (regluleg heildarlaun). Lífeyristekjur eru því mjög lágar á Íslandi. Meðaltalið er miðgildi (median), sem segir að helmingur eftirlaunafólks hafi verið með minna en þessa upphæð."