Aftur í fréttayfirlit
Dregur úr verðbólgu
28. apríl 2024Verðbólgan mælist 6,0% í apríl
Verðbólgan mælist 6,0% í apríl, sem er lækkun frá 6,8% í mars og er þetta lægsta verðbólgan síðan í upphafi árs 2022.
Húsnæði, hiti og rafmagn hækkar um 1,2% milli mánaða og hefur mest áhrif til hækkunar á vísitöluna, sérstaklega vegna kostnaðar við búsetu í eigin húsnæði1. Flugfargjöld til útlanda hækka um 11% milli mánaða og hafa veruleg áhrif á vísitöluna.
Breytingar á útreikningi verðbólgu í júní en þá verður aðferð við að reikna kostnað vegna búsetu í eigin húsnæði breytt til að koma í veg fyrir frávik sem tengjast fjármálamarkaði.