Björgum heimilum úr verðbólgubálinu
15. júlí 2022Ríkið komi heimilum til aðstoðar
Á ríkið að styðja við bakið á þeim sem verst standa með lánum, líkt og veitt voru til fyrirtækja þegar heimsfaraldurinn gekk yfir? Þessari hugmynd hefur nú verið varpað fram í Evrópu þar sem fordæmi fyrir inngripi ríkisins sé fram komið. Hér á landi fékk ferðaþjónustan til dæmis margvíslega lánafyrirgreiðslu og nýlega sá sitjandi ríkisstjórn ástæðu til þess að lengja í þeim lánafresti til 10 ára.
Íslenskt láglaunafólk stendur nú frammi fyrir gríðarlegum verðhækkunum sem sannarlega koma illa niður á kaupmætti þessa hóps. Til þess að draga úr verðbólguhraðanum hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti og vaxtabyrgði þessa hóps því mögulega hækkað verulega. Því hlýtur að vera eðlilegt að skoða hvort ekki sé rétt að ríkið bregðist við með sambærilegum hætti og veiti lán á betri kjörum til þeirra sem lægstar hafa tekjur.
Áhugaverð grein eftir Peter Bofinger þar sem fjallað er um þessa hugmynd.