Aftur í fréttayfirlit
Andlát - Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
25. nóvember 2010Andlát - Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og fyrrverandi varaforseti Alþýðusambands Íslands, lést miðvikudaginn 24. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut, 61 árs að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1949, dóttir hjónanna Guðmundar Jónssonar frá Eyrarbakka og Helgu Sigríðar Eiríksdóttur frá Reykjavík. Systir Ingibjargar var María, f. 1943 en hún lést 1980. Ingibjörg lætur eftir sig kjörsynina Bjarna Jónsson og Andrés Jón Esrason.