Amazon leggi sitt að mörkum
23. nóvember 2023Komið að skuldadögum hjá Amazon
Amazon er eitt öflugasta fyrirtæki sögunnar.
Það er að móta hvernig hagkerfið virkar á 21. öldinni og kreista hvern einasta dropa sem það getur í gróða fyrir eigendur sína.
Amazon viðskiptamódelið:
Kreistir starfsmenn: Þó að hagnaðurinn þrefaldist á þriðja ársfjórðungi 2023, lætur Amazon starfsfólk vöruhúsa og ökumenn verða fyrir svo miklu líkamlegu álagi að það neyðist að lokum til að hætta störfum hjá Amazon.
Kreistir samfélög: Þó að Amazon hafi hagnast um 50 milljarða evra árið 2022 greiddi Amazon enga skatta, fimmta árið í röð, í evrópskum höfuðstöðvum sínum í Lúxemborg.
Kreistir plánetuna: Þó að Amazon hafi fagnað 0,4% samdrætti í heildarlosun árið 2022, myndi það samt taka fyrirtækið fram til ársins 2378 að ná yfirlýstu markmiði sínu um að losa ekkert árið 2040.
En á svörtum föstudegi, 24. nóvember 2023, munum við taka höndum saman í stærstu áskorun gegn misnotkun Amazon í sögu Amazon.
Við erum launþegar og almennir borgarar víðsvegar um heim og hlutverk okkar í hagkerfi heimsins eru ólík, en við erum sameinuð í kröfu okkar um að Amazon greiði sanngjörn laun, skatta til samfélagsins og fyrir áhrif þess á umhverfið.
Árangur okkar mun móta hagkerfi heimsins á 21. öldinni.
Saman munum við láta Amazon leggja sitt að mörkum.
Nánari upplýsingar á makeamazonpay.com