Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Áhyggjur af heilbrigðisþjónustu fyrir landsbyggðina

Ályktun stjórnar LÍV vegna heilbrigðisþjónustu fyrir félagsfólk LÍV

Stjórn Landssambands íslenzkra verslunarmanna (LÍV) lýsir yfir þungum áhyggjum af heilbrigðisþjónustu fyrir félagsfólk LÍV sem býr utan höfuðborgarsvæðisins í kjölfar ákvörðunar um að loka annarri af tveimur flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli. Það eru óboðlegt að slík ákvörðun sé tekin án þess að öryggi sjúklinga sé tryggt og ljóst að hún mun í einhverjum tilfellum hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga sem þurfa flutning til Reykjavíkur með sjúkraflugi.

Það er krafa LÍV að þeir aðilar sem bera ábyrgð á þessari stöðu, Reykjavíkurborg, Isavia, Samgöngustofa og Innviða- og Heilbrigðisráðuneytið, bregðist tafarlaust við með því að opna flugbrautina á ný og eyða þar með óvissu um öryggi og velferð sjúklinga víðsvegar um landið þar til önnur lausn er komin í notkun og á meðan flugvöllurinn er í Vatnsmýri.