Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

70 ár frá því VR varð stéttarfélag launafólks

Til hamingju með 70 ára afmælið VR!

LÍV fagnar með VR 70 ára afmæli félagsins, en þann 28. febrúar árið 1955 samþykkti aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur þá breyting á lögum félagsins að eingöngu launafólk ætti að því aðild. Þessi samþykkt markaði tímamót í sögu VR sem þá varð stéttarfélag launafólks, atvinnurekendur gengu út úr félaginu rúmlega 60 árum eftir að það var stofnað.

Á vef VR er sagt frá þessum viðburði og kemur fram að skiptar skoðanir hafi verið innan VR um næstu skref í kjölfar þess að á félagsfundi 1950 var lögð fram tillaga á þá vegu að í VR yrði eingöngu launafólk. Stjórn VR og nefnd skipuð af atvinnurekendum í félaginu komu sér loks saman um að leggja fram tillögu á aðalfundi 1955 um skiptingu eigna, sem væri háð því að atvinnurekendur gengju úr félaginu. Var tillagan samþykkt þann 28. febrúar 1955 og því eru í dag 70 ár frá því VR varð hreint stéttarfélag launafólks.

Nánar á vef VR