4 daga vinnuvika slær í gegn
21. febrúar 2023Rannsóknir í Bretlandi styðja 4 daga vinnuviku
Góður árangur 4 daga vinnuviku samkvæmt athugun Cambridge háskóla, sem gerð var í samstarfi við 61 fyrirtæki í Bretlandi, hefur vakið mikla athygli. Í rannsókninni sem staðið hefur yfir í 6 mánuði komi í ljós mikil jákvæður árangur og ætla flest fyrirtækin sem skiptu yfir í 4 daga vinnuviku, ekki að fara aftur til fyrra horfs.
Í rannsókninni skuldbundu fyrirtækin sig til þess að fækka vinnustundum um 20% hjá starfsfólki sínu, án þess að lækka laun á sama tíma. Niðurstaðan er sannarlega góð tíðindi, því í ljós kemur að veikindadögum fækkaði, starfsmannavelta minnkaði allt án þess að hafa neikvæð áhrif á framlegð og framleiðni. Raunar þvert á móti. Á sama tíma taldi launafólk sig eiga mun betra með að halda jafnvægi milli einkalífs og vinnu.
Óhætt er að segja að þessi niðurstaða ýti undir þá kröfu að vinnutímum verði fækkað og rétt sé að miðað við 4 daga sem fulla vinnuviku.