Fara á efnissvæði

Starfsendurhæfing

Meginskilyrði fyrir aðstoð hjá VIRK starfsendurhæfingu eru:

  • Að einstaklingur geti ekki sinnt starfi sínu eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa og sé með beiðni um þjónustu eða vottorð frá lækni.
  • Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má.
  • Þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt.

Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu VIRK.