Kjarasamningar
Gerð kjarasamninga er stór þáttur í starfi LÍV og aðildarfélaga þess. Kjarasamningar verslunar- og skrifstofufólks eru í aðalatriðum tvíþættir. Annars vegar er aðalkjarasamningur sem gerður er af heildarsamtökunum við heildarsamtök atvinnurekenda, SA og FA. Hins vegar eru sérkjarasamningar sem gerðir eru við einstök fyrirtæki og jafnvel af einstökum félögum.
Þú finnur upplýsingar um kjarasamninga LÍV hér á vefnum
Ræktum vitið
Ræktum vitið er átaksverkefni VR/LÍV og SVÞ. Verkefnið stuðlar að hæfniaukningu starfsfólks í verslun og þjónustu. Örar breytingar hafa átt sér stað innan verslunar- og þjónustustarfa og þörfin á verkefninu er því mikil. Það er mikilvægt fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur að símenntun sé sjálfsagður partur af störfum innan verslunar og þjónustu.
Upplýsingar um Ræktum vitið á vef okkar
Starfsmenntamál
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks er eign VR og LÍV og SA. Markmið sjóðsins er að auka hæfni og menntun verslunar- og skrifstofufólks, ásamt því að stuðla að auknu framboði af námi og námsefni sem svari þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Allir félagsmenn VR og félagar innan LÍV geta sótt um starfsmenntastyrki til sjóðsins. Fyrirtæki sem greitt hafa iðgjöld í sjóðinn geta sótt um styrki til sjóðsins.
Sjá nánar starfsreglur sjóðsins eru hér á vefnum.
Starfsendurhæfing
Aðildarfélög LÍV taka þátt í VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Þjónusta VIRK er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
Frekari upplýsingar má finna hér á vefnum