Fara á efnissvæði

Starfsmenntamál

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks er eign VR og LÍV og SA.

Styrkir úr starfsmenntasjóðum

Markmið sjóðsins er að auka hæfni og menntun verslunar- og skrifstofufólks, ásamt því að stuðla að auknu framboði af námi og námsefni sem svari þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Allir félagsmenn VR og félagar innan LÍV geta sótt um starfsmenntastyrki til sjóðsins. Fyrirtæki sem greitt hafa iðgjöld í sjóðinn geta sótt um styrki til sjóðsins. Sjá nánar starfsreglur og umsóknareyðublöð á heimasíðu sjóðsins www.starfsmennt.is.

Skilyrði fyrir styrk

Til þess að geta sótt um styrk úr sjóðnum þarf félagsgjald að hafa borist vegna þriggja mánaða af síðustu tólf mánuðum, þar af a.m.k. vegna eins mánaðar af síðustu sex mánuðum. Öll réttindi falla niður ef félagsgjöld hafa ekki borist vegna síðustu 6 mánaða. Greiðslukvittun má ekki vera eldri en 12 mánaða.

Hvernig styrkir eru veittir?

Starfsmenntastyrkur er veittur fyrir starfstengt nám/námskeið/ráðstefnur/tungumálanám, ferða vegna náms og fl. Veittur styrkur er að hámarki kr. 130.000 á ári, en þó aldrei hærri en sem nemur 90% af greiðslukvittun. Tómstundastyrkur er að hámarki 30.000 á ári og ferðastyrkur að hámarki 40.000 á ári að hámarki 50% af greiðslukvittun. Skilyrði fyrir starfsmenntastyrk er að félagsmaðurinn greiði sjálfur fyrir námið.

Nánari upplýsingar veita verslunarmannafélög og deildir verslunarmanna um land allt.