Rangfærslur í tilboði SA til VR/LÍV og Flóa

Tilboð SA um 23.5% til Flóa og VR/LÍV.

Samtök atvinnulífsins hafa sett fram tilboð þar sem þau telja sig bjóða fram 23.5% hækkun dagvinnulauna í yfirstandandi samningaviðræðum. Þá hafa samtökin lagt fram breytingar á vinnutímaákvæðum samninga þar sem dagvinnutímabil er lengt um þrjár klukkustundir, matar- og kaffitímar aflagðir og breytingar lagðar til á álagsgreiðslum en við útreikning á þessu tilboði kemur fram að þetta stenst engan veginn skoðun og margt launafólk er að fá lítið sem ekkert út úr tilboðinu.

Nánar...

Öll aðildarfélög LÍV samþykktu boðun verkfalls

Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga LÍV var samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádegi í dag, þriðjudaginn 19. maí. Kosið var um verkfall meðal félagsmanna sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins annars vegar og innan Félags atvinnurekenda hins vegar. Atkvæðagreiðslan var rafræn og hófst að morgni 12. maí síðastliðinn.

Nánar...

Viðræðum slitið

Samningafundur í kjaradeilu VR, LÍV og Flóafélaganna við Samtök atvinnulífsins, sem haldinn var í húsakynnum ríkissáttasemjara þ.19. maí, skilaði engum árangri. Uppúr viðræðum slitnaði vegna kröfu SA um breytingar á vinnufyrirkomulag sem félögin voru ekki tilbúin til að ganga að.  Deilan er því komin í hnút og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.  

Félagsmenn stéttarfélaga innan LÍV þ.a.m. Verslunarmannafélag Suðurnesja samþykktu með afgerandi hætti  í rafrænni atkvæðagreiðslu að hefja verkfallsaðgerðir 28. maí nk.

 

Kosið um verkfall

Kjarasamningur Landssambands ísl. verzlunarmanna og atvinnurekenda rann út þann 28. febrúar 2015 og er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Atvinnurekendur voru ekki reiðubúnir til viðræðna um framlagðar kröfur og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í síðasta mánuði. Þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara voru viðræður þar árangurslausar. Ákveðið hefur verið að efna til leynilegrar allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á félagssvæðum aðildarfélaga LÍV.

 

Nánar...