Skráning á póstlista

Netfang

Niðurstöur könnunar á þörf fyrir menntun meðal verslunar- og skrifstofufólks

Meira en sex af hverjum tíu verslunarmönnum hafa verið í námi eða tekið námskeið á síðastliðnum tveimur árum, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks í apríl. 

Markmiðið með könnuninni nú var að kanna þörf fyrir menntun hjá verslunar- og skrifstofufólki og er það liður í þarfagreiningu fyrir sjóðinn. Úrtakið var tæplega 1.400 félagsmenn LÍV.  Svarhlutfall var 70%. Sjá helstu niðurstöður könnunarinnar eða  skýrsluna í heild sinni.

Starfsemi LÍV

Framkvæmdastjórn LÍV samþykkti á fundi sínum þ. 22. mars að leggja lagabreytingatillögu og tillögu um starfsemi LÍV fyrir seinni hluta 23. þings LÍV.  Þingið verður haldið á Akureyri 3. - 4. maí n.k.  Sjá nánar.

Flutningur á starfsemi

Þann 15. október flutti Landssamband ísl. verzlunarmanna starfsemi sína í Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 8. hæð.  Opið verður frá kl. 8:30 - 16:30 alla virka daga. 

Kjaramálaályktun samþykkt samhljóða

Þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun efnahagsmála. Aukið atvinnuleysi og vaxandi verðbólga eru farin að hafa áhrif á kaupmátt launafólks á sama tíma og greiðslubyrði almennings vex vegna verðtryggðra lána Þingið krefst þess að stjórnvöld leiti allra leiða til að ná niður verðbólgu svo komist verði hjá uppsögn kjarasamninga í febrúar á næsta ári.