Launakönnun LÍV 2003

Niðurstöður launakönnunar meðal félagsmanna LÍV annarra en VR munu liggja fyrir í vikunni.  Til að skoða niðurstöður launakönnunar VR  sjá www.vr.is

 

Orlofsuppbót 2003

Orlofsuppbót ber að greiða við upphaf orlofstöku en þó ekki seinna en 15. ágúst ár hvert. Orlofsuppbót félagsmanna sem starfa samkvæmt samningi LÍV og SA er kr. 15.400 á árinu 2003. Félagsmenn sem starfa samkvæmt samningi LÍV og Samtaka verslunarinnar (FÍS) fá ekki greidda orlofsuppbót þar sem við gerð síðustu kjarasamninga var samið um að sameina orlofs- og desemberuppót.

Vika símenntunar 7.-13. september

Dagskrá Viku símenntunar 2003 verður fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Af því sem verður í boði á höfuðborgarsvæðinu, má nefna sérstakan símenntunardag í fyrirtækjum, áhugavert málþing, útgáfu sérblaðs um símenntun, námskynningar og margt fleira. Efnt verður til kynningarherferðar um mikilvægi símenntunar í fjölmiðlum.

Mennt sér um framkvæmd á Viku símenntunar fyrir menntamálaráðuneytið. http://www.mennt.net/simenntun/

Erlent samstarf - þing UNI

Þing UNI-Europa commerce og þing UNI-Europa

 

uni

Guðrún Erlingsdóttir, Gunnar Páll Pálsson og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir

sátu þing UNI-Europa fyrir hönd LÍV og VR ásamt Georgi P. Skúlasyni,

Félagi bókargerðarmanna og Helgu Jónsdóttir og Friðberti Traustasyni,

Sambandi ísl. bankamanna.

 

Aðstæður verslunarfólks í brennidepli

 

Stytting vinnutíma og staða kvenna í verslunargeiranum í Evrópu voru meðal helstu umræðuefna á fyrsta þingi UNI-Europe Commerce sem haldið var í Stokkhólmi í maí s.l. Í UNI-Europe Commerce eru samtök verslunarfólks í Evrópu innan UNI (Union Network International), alþjóðasamtaka starfsfólks í verslun og þjónustu.

Nánar...