Ögrun við launafólk - ályktun frá stjórn LÍV

Stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna mótmælir harðlega þeirri sjálftöku launa sem á sér stað meðal stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum. Allt frá því að kjararáð gaf tóninn með hækkun launa til þingmanna og forstöðumanna stofnana hefur orðið til hyldýpi milli þessara aðila og launafólks. 

Þrátt fyrir að ákvörðunum kjararáðs hafi verið mótmælt harðlega og þrátt fyrir að ríkisstjórninni hafi gefist kostur á að leiðrétta þessa óhæfu,  þá reyndist hún ekki hafa þann kjark sem til þurfti þegar að á reyndi.
Á sama tíma er því haldið að launafólki að vera hófstillt í launakröfum til þess að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Það ríkir hins vegar ekki stöðugleiki hjá íslensku launafólki sem þarf á sama tíma að takast á við skerðingar barna- og vaxtabóta og raunlækkunar á persónuafslætti sem ekki fylgir almennri launaþróun og hefur ekki gert í áraraðir. 

Slík ögrun verður ekki liðin og mun valda upplausn á almennum vinnumarkaði verði ekkert að gert.

 

Stjórn LÍV skorar stjórnvöld og stjórnir lífeyrissjóða að vinda ofan af þessari þróun aukinnar misskiptingar.

 21. mars 2018

Nýir kjarasamningar samþykktir

Sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um kjarasamning milli aðildarsamtaka ASÍ og Samtaka atvinnurekenda frá 21. janúar 2016 lauk á hádegi þann 24. janúar. Samningurinn var samþykktur með 91,28% greiddra atkvæða.
Á kjörskrá voru 75.635 félagsmenn.  Atkvæði greiddu 10.653 eða 14,08%.  Já sögðu 9.724 en 832 sögðu nei eða 7,81%.  Auðu skiluðu 97 eða 0,91%.

Sameiginlegri atkvæðagreiðslu um kjarasamning VR/LÍV við Félag atvinnurekenda frá 22. janúar 2016 lauk á sama tíma og var samningurinn samþykktur með 91,59% greiddra atkvæða.
Á kjörskrá voru 1.677 félagsmenn. Atkvæði geiddu 321 eða 19,14%. Já sögðu 294 en 25 sögðu nei eða 7,79%.  Auðu skiluðu 2 eða 0,62%.

30. þing LÍV 2017

Þing Landssambands ísl. verzlunarmanna eru haldin á 2ja ára fresti.  Þing var haldið í Meningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 13. - 14. október 2017.  LÍV var stofnað 2. júní 1957 og fagnaði 60 ára afmæli á 30. þingi sambandsins.

Klukk - tímaskráningarapp

Klukk er tímaskráningarapp fyrir Iphone og Android sem hjálpar þér að halda utan um vinnutímana þína með einföldum hætti. Þannig hjálpar appið upp á að þú fáir rétt greitt frá þínum launagreiðanda.  Sjá nánar.