18. okt 2019

Þing LÍV sett

31. þing Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var sett á Akureyri í morgun, 18. október 2019 og eiga 87 þingfulltrúar frá 10 aðildarfélögum sambandsins sæti á þinginu. 
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV og VR setti þingið en Drifa Snædal, forseti ASÍ, flutti ávarp.

Á dagskrá þingsins eru m.a. stytting vinnuvikunnar, brot á vinnumarkaði, lýðræði á vinnustöðum og fjórða iðnbyltingin. Framsögumenn verða m.a. Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri rannsókna hjá VR, Huginn Freyr Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Aton, Geir Hólmarsson, kennari í félags og stjórnamálafræði og Eiður Stefánsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri.

 

Þingslit eru kl. 15.30 á morgun