22. jan 2016

Nýr kjarasamningur undirritaður

Nýr kjarasamningur var undirritaður 21. janúar 2016 milli aðildarfélaga ASÍ við SA.  Samningurinn mun gilda frá 1. janúar 2016 - 31. desember 2018.

Markmiðið kjarasamningsins er tvíþætt:

  • Að auka lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði úr 56% í 76% af meðalævitekjum og jafna ávinnslu lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Til að ná þessu þarf að hækka í áföngum mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð um 3,5%, úr 8% í 11,5%.
  • Að laga launa- og kjarabreytingar áranna 2016 - 2018 að rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.október 2015.