Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Þing LÍV kallar eftir nýjum vinnubrögðum

Þing LÍV kallar eftir nýjum vinnubrögðum

Þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) kallar eftir nýjum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga þar sem allir axli sína ábyrgð. Margir hópar hafi farið fram síðustu misseri og reynt að rétta sinn hlut, óháð því hvaða áhrif það hafi á aðra launahópa eða hagkerfið. Á því tapa allir, segir í ályktun þingsins. 29. þing LÍV var haldið dagana 16. - 17. október á Akureyri og sátu það 79 fulltrúar aðildarfélaga sambandsins.