16. okt 2015

29. þing LÍV haldið á Akureyri 16. - 17. október

ingfulltrar  29. ingi LV

 

29. þing Landssambands ísl. verzlunarmanna var sett á Akureyri í morgun, 16. október, í skugga flókinnar stöðu á vinnumarkaði. 80 fulltrúar aðildarfélaga LÍV hvaðanæva af landinu sitja þingið sem haldið er annað hvert ár. 

Formaður LÍV, Guðbrandur Einarsson, fór í setningarræðu sinni yfir þróun kjaramála síðustu tvö ár og benti á að á þeim tíma sem liðinn væri frá síðasta þingi hafi verið skrifað undir tvo kjarasamninga, sá síðari átti að gilda til ársins 2018. Líkur væru hins vegar á að sá samningur yrði skammtímasamningur, sá annar í röðinni. 

„Enn á ný erum við að upplifa það að stórir hópar telja sig eiga inni leiðréttingar langt umfram það sem við höfum samið um. Við þetta bætist gerðardómur sem færir launabreytingar okkar lægstu hópa yfir á millitekjuhópanna hjá ríkinu. Við það verður ekki unað. Það var athyglisvert að heyra formann eins af opinberu félögunum, sem nú eiga í átökum, halda því fram að sá vandi sem við blasi núna sé í raun okkur á almenna markaðnum að kenna. Að við höfum samið um það í síðasta kjarasamningi að fá allt það sem aðrir fái. Þess vegna sé vandinn svona mikill,“ sagði Guðbrandur.  

Guðbrandur sagði janframt að aðildarfélög LÍV muni ekki sitja með hendur í skauti í þessari stöðu, mikil vinna sé hins vegar framundan að halda í þau verðmæti sem í kjarasamningnum felist. „Við munum ekki gefa þumlung eftir í því að verja stöðu okkar fólks, að það sitji við sama borð og aðrir þegar kemur að því að útdeila því sem til skiptanna er.“ 

Tvö helsstu málefni þingsins eru kjaramál og næstu skref svo og starfsmenntamál. Auk almennra nefndarstarfa eru margir áhugaverðir fyrirlestrar á þinginu og umræðuhópar.