Endurskoðun kjarasamninga VR/LÍV og FÍS

VR/LÍV og FÍS semja um eingreiðslu

VR/LÍV og FÍS hafa undirritað samkomulag um 26.000 króna eingreiðslu í desember og launahækkanir.

Skrifað var undir samkomulagið í dag, föstudaginn 25. nóvember. Samkomulagið er svohljóðandi:

Samkomulag kjaranefndar FÍS og VR/ LÍV.

Í kjarasamningi sem gerður var á milli FÍS og VR/LÍV árið 2004 var heimild að frumkvæði annars hvors samningsaðila að kalla saman kjaranefnd skipaða tveimur fulltrúum frá hvorum aðila fyrst í nóvember 2005. Hlutverk nefndarinnar er að fara yfir framkvæmd kjarasamningsins, gera tillögur um breytingar á honum og meta launaþróun. Að ósk VR/LÍV var nefnd þessi kölluð saman og er nefndin sammála um að samningsforsendur hafi ekki staðist og á þeim grundvelli er eftirfarandi samkomulag gert.

1. Sérstök eingreiðsla í desember 2005

Eigi síðar en 15. desember 2005 greiðist sérstök eingreiðsla, kr. 26.000, til starfsmanna sem hafa verið í fullu starfi allt árið í sama fyrirtæki og eru í starfi í síðustu viku nóvember eða í fyrstu viku desember. Starfsfólk í hlutastarfi sem uppfyllir sömu skilyrði skal fá greitt hlutfallslega.

Uppgjörstímabil er almanaksárið, en fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur, eða meira, fyrir utan orlof. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn. Eingreiðsla þessi verður þó eigi lægri en kr. 4.500 m.v. fullt starf.

Fjarvera frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu atvinnurekenda lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs telst til starfstíma í þessu samhengi.

Við mat á störfum sem eðlis síns vegna miðast ekki við unna dagvinnutíma, skal miða við unna daga og vinnustundir (hámark 8 klst. á dag). Við útreikning eingreiðslunnar skal ekki draga frá starfstíma í barnsburðarleyfi skv. gildandi lögum. Orlof er innifalið í greiðslunni.

2. Launahækkanir

Vinnuveitendur skulu ganga frá eftirfarandi launabreytingum í samkomulagi við starfsmenn sína eigi síðar en 1. júlí 2006:

Þeir starfsmenn, sem hófu störf hjá núverandi vinnuveitanda fyrir 1. janúar 2005 og hafa ekki fengið sem svarar til 5,6% launahækkunar að lágmarki á tímabilinu frá 1. nóvember 2004 til 30. júní 2006, skulu fá þá hækkun launa eða þann mismun, sem upp á vantar.

Þeir starfsmenn sem hófu störf hjá núverandi vinnuveitanda eftir 1. janúar 2005 og hafa ekki fengið sem svarar til 2,5% launahækkunar að lágmarki á tímabilinu frá 1. janúar 2005 til 30. júní 2006, skulu fá þá hækkun launa eða þann mismun, sem upp á vantar.

3. Endurskoðun kjarasamnings

Samningsaðilar eru sammála um að verðbólguviðmið og verðbólguspár eru nú yfir þeim mörkum sem kjarasamningar gerðu ráð fyrir. Með vísan til kafla 16.2 í kjarasamnings aðila frestar kjaranefndin að öðru leyti störfum sínum til nóvember 2006 og kemur nefndin þá saman með sömu heimildum og nú. Komist nefndin þá ekki að samkomulagi innan þriggja mánaða