Þing 2005

25. þing Landssambands ísl. verzlunarmanna - LÍV var haldið á Hótel KEA á Akureyri þann 11.-12. nóvember 2005. Rétt til setu á þinginu áttu 77 fulltrúar frá 21 verslunarmannafélagi og deildum verslunarmanna, sem aðild eiga að LÍV.

Aðalmálefni þingsins voru kjara- og efnahagsmál svo og skipulag og starfshættir.  

Eftirtalin erindi voru flutt:
    “Efnahagslegur línudans” 
            Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans.

    “Endurskoðun kjarasamninga” 
            Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.

    “Verður þú á kínverskum launum? 
            Stefán Ólafsson, prófessor við H.Í.”

Forseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson flutti ávarp í upphafi þingsins.

Tengd skjöl: