Um LÍV

LÍV var stofnað 2. júní 1957.  Í því eru 10 verslunarmannafélög og deildir verslunarmanna víðsvegar á landinu með um 38.000 fullgilda félagsmenn. Tilgangur sambandsins er að efla samtök skrifstofu- og verslunarfólks, vera málsvari þeirra og hafa á hendi forystu í hagsmunamálum þeirra. 

Skrifstofa LÍV veitir félögunum almenna þjónustu vegna kjarasamninga og skyldra mála. Ennfremur starfar LÍV að starfsmenntun verslunarfólks og hefur haft á hendi kjarasamningagerð fyrir aðildarfélögin önnur en VR.

LÍV er aðili að:

ASÍ - http://www.asi.is/
Alþýðusamband Íslands og er annað stærsta landssambandið innan ASÍ. ASÍ sem stofnað var 1916, er stærsta fjöldahreyfing launafólks í landinu. Aðild að ASÍ eiga 7 landssambönd stéttarfélaga með u.þ.b. 70 þúsund félagsmenn.

NS, Nordisk Samarbejdskomité
LÍV gerðist aðili að Norrænu samstarfsnefndinni árið 1960. Tilgangur samtakanna er að efla samvinnu milli verslunarmannasamtakanna og styrkja þau í baráttunni fyrir bættum kjörum og réttindum.

NH, Nordisk Handel
NH er samstarf landssambandanna LÍV, HK Handel í Danmörku, Handel og Kontor í Noregi, Handels, Unionen í Svíþjóð og PAM í Finnlandi. Samstarfið er bundið við verslunargeirann og er markmið NH að vinna að málefnum sem snúa að verslun, undirbúningi félagslegrar umræðu í Evrópu varðandi verslun og fylgja eftir áherslum Norðurlandanna innan UNI Commerce Europa.

 

UNI - www.uniglobalunion.org
UNI Global Union var stofnað sem Union Network International árið 2000. Með sameiningu fjögra alþjóðasamtaka FIET (International Federation of Employees, Technicians and Managers) MEI (Media and Entertainment International), IGF (International Graphical Federation og CI (Communications International). Í mars árið 2009 breytti Union Network International nafninu sínu í UNI Global Union.

UNI er málsvari um 20 milljóna félagsmanna í þjónustugreinum (fjármál, ferðaþjónusta, verslun, upplýsinga- og samskiptatækni, tækni- og þjónustustarfsemi, flutningar og fl.) í um 900 landssamböndum og landsfélögum í 150 löndum. Stefna sambandsins er að byggja upp samstöðu hjá vinnandi fólki með því að auka þekkingu og hæfni, tryggja réttlæti og jafnrétti fyrir félagsmenn.


UNI skiptist eftir landssvæðum (regions) í:

 

UNI-Africa (Afríka)
UNI-Americas (Norður og Suður Ameríka)
UNI-Asia and Pacific (Asía og Kyrrahaf)
UNI-Europa (Evrópa)

Það skiptist einnig eftir starfsgreinum í geira (sectors):
UNI Commerce (verslunar) – stærsti geirinn með u.þ.b. 5 milljónir félagsmanna
UNI Electricity (rafmagns)
UNI Finance (fjármála)
UNI Graphical (grafíska)
UNI Hair & Beauty (hár og snyrti)
UNI IBITS -Industry, business, services and IT (hvítflibbar í iðnaði, viðskiptum, þjónustu og upplýsinga- og tækniiðnaði
UNI Media, Entertainment and Arts (fjölmiðlar, skemmtanaiðnaður og listir)
UNI Postal (póstur)
UNI Property Services (fasteignaþjónusta)
UNI Social Insurance & Private Health Care (almannatryggingar og heilsugæsla á almennum markaði
UNI Telecommunications (sími)
UNI Tourism (ferðaþjónusta).

Auk þessa eru skipulagðir þrír hópar, sem ganga þvert á starfsgreinaskiptinguna en það eru (Interprofessional groups):
UNI Women (konur)
UNI Youth (ungliðar)
UNI Professional & Managerial (sérfræðingar og stjórnunarstarfsfólk).